Matareitrun-ofnæmiskast

Jæja, það hlaut að koma að því að ég þyrfti að fara að komast inná sjúkrahús, það var komin dágóður tími síðan síðast. En sem sagt í gær var mér keyrt niður á slysó. Ég var að fara með Victoriu í afmæli hjá Lilju dóttir hennar Helgu vinkonu og á leiðinni klæjaði mig svo svakalega í lófann og ég var nú að vona að þetta væri ekki ofnæmiskast einsog þegar ég var ólétt. Þegar ég var komin til Helgu fór þetta að versna, þá var mér farið að klæja í ylina, í eyrunum og hársvörðinum og svo átti ég í erfiðleikum með að anda. Þá var mér nú ekki farið að lítast á þetta og mér var keyrt niður á slysó. Á leiðinni þangað var mér farið að líða einsog ég þyrfti að æla en náði nú að komast niður á slysó áður en það gerðist. En þá ældi ég líka öllu sem hægt var að æla og svo var það gallið næst...frekar ógeðslegt að æla þegar maður hefur ekkert til að æla. Crying  Það var tekin blóðprufa og þá kom í ljós að ég er með veirusýkingu í maganum og gæti verið einhver matareitrun en þau gátu ekki alveg sagt um það. Þau vissu ekki af hverju ég fékk þetta ofnæmi, hlýtur að vera eitthvað sem ég borðaði og svo var ég öll að þorna upp þannig að þegar ég stóð upp þá leið næstum yfir mig. ÞAnnig að ég þurfti að fara þarna þangað til það var búið að dæla í mig 3 pokum af saltvatni. Ég sem sagt lá þarna allan sunnudaginn.....voða gaman eða hitt þó heldur Devil

Dagurinn í dag er svo bara búið að eyða mest allan tímann í rúminu. Er búin að vera svaka þreytt, máttlaus og það litla sem ég hef getað borðað fer bara beinust leið í gegn. Ég ákvað að vera heima líka á morgun og reyna að jafna mig alveg. Vona nú að ég verði orðin fín á morgun. Blush

Íbúðin er að verða voða fín hjá okkur. Við keyptum okkur nýjan sófa. 3 sæta lazyboy og svo hægindastól líka lazyboy. Fórum með gamla bara uppí sorpu í góða hirðis gáminn og svo keyptum við okkur flott borðstofuborð og 6 stóla í stíl. Það er bara svaka lúxus á okkur Tounge

Victoria er farin að setjast og standa upp í rúminu sínu þannig að við færðum hana neðar svo hún mundi ekki steypa sér niður. Hún var sko ekki ánægð þegar hún átti að fara að sofa. Fyrri nóttina sofnaði hún með aðra löppina út á milli rimlanna og í kvöld sofnaði hún sitjandi. Grin hún er svo fyndin þegar hún er svona ákveðin þetta litla grey...

Þetta er það helsta sem er að frétta af okkur...

Þangað til næst

Love you all Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ!

Þetta er svakaleg veikindasaga! Úff =( Vonandi batnar þér - notaðu bara daginn vel, slappaðu af, drekktu vel og borðaðu eitthvað sem fer vel í maga.

Til hamingju með nýja innbúið! Ég þarf að kíkja til þín fljótlega - sækja spilið og svona ;)

Og takk innilega fyrir síðast - er enn að hugsa um góða matinn ;)

Elva Mjöll Þórsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:07

2 identicon

hæhæ... Þetta hefur eflaust ekki verið skemmtilegur sunnudagur, vonandi er þér samt að batna. Gott hjá þér að vera heima og ná að jafna þig alveg! Það er ekkert jafn erfitt og vera orkulaus og ómögulegur í vinnu!!

 Og til hamingju með nýja dótið í íbúðina.... Hlakka til að koma í heimsókn næst þegar við Bjarki verðum á ferðinni... Sem er að öllum líkindum í kringum afmælið hennar Victoriu snúllu :)

 Kveðja Frá Skagaströnd...........(skítakuldi og snjókoma :o )

Eydís Ósk (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:18

3 identicon

vonandi líður þér betur! þarf að komast að þvi hvort þú ert með ofnæmi fyrir eitthverju svo þetta komi nú ekki aftur fyrir. um að gera að taka því bara rólegar þar til þú ert búin að jafna þig alveg.

*knús* til ykkar allra

Rebekka

Rebekka (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband