Hvað er búið að vera að gerast ???!!

Ætla nú ekki að skrifa mikið, rétt aðeins að segja hvað hefur verið að gerast hjá okkur.

Ég var heima í 3 daga eftir ofnæmiskastið+matareitrunina. Er búin að fá nokkur lítil ofnæmisköst síðan, búin að vera að prufa allan mat. Pantaði tíma í ofnæmispróf og fæekk næsta lausa tímann sem er 29 janúar.... Frekar langt þangað til en ég verð að láta mig hafa það. Ef ég held áfram að fá svona ætla ég bara til heimilislækni og reyna að láta hann koma mér í próf strax...

 

Vinnan er alltaf jafn skemmtileg ef ekki bara verður skemmtilegri og skemmtilegri. Er að lesa um þroska barna núna, við erum nefninlega með bók sem heitir heilsubók og þaðe r skráð í hana 2 x á ári þroska og getu hjá þeim. Mér finnst þetta mjög sniðugt og svo fá þau aað eiga bókina þegar þau hætta.... Ég er einmitt að vonast til að Victoria geti fengið að fara á þennan leikskóla, bæði útaf þessu og svo náttúrlega þekki ég skólann og þá sem vinna þar. Erum að fara saman út að borða í Perlunni næsta föstudag, það er Villibráðahlaðborð. ÞAð verður gaman. Við erum samt ekki komin með pössun en ég vona að við fáum einhverja. Langar svoldið að fara...

Við erum enn á fullu að koma okkur fyrir. Búin að hengja upp gardínur og myndir. Herbergið hennar Victoriu er að verða til, langar að gefa henni einhverjar hillur og svoleiðis inn í herbergi. En svo er okkar herbergi alveg eftir. Vonast nú til að við förum að geta klárað.

Skvísan mín er að verða 1 árs eftir viku. Alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Erum á fullu að ákveða hvað við eigum að bjóða fólki uppá í veislunni og svo reyna finna út hvar við eigum að koma þessu fólki fyrir. Við eigum bæði stóra fjölskyldu.

Jæja læt þetta duga í bili, þarf að fara að taka okkur til, erum að fara upp í Borgarfjörð í brúðkaupsafmæli hjá 0mmu og afa hans Konráðs.

Love you all Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira vesenið sem þér er boðið uppá! Æjæjæj =/

Vonandi finnst eitthvað út úr þessu svo þú þurfir ekki að lenda í þessari óskemmtilegu lífsreynslu aftur :)

Ég hlakka til að sjá ykkur á sunnudaginn og þú mátt endilega minna mig á að taka spilið með mér ;)

Elva Mjöll (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband