Gleðilegt nýtt ár

 Wizard   Ég vil bara byrja á því að óska öllum gleðilegs nýs árs. Vona að allir hafi haft það gott yfir hátíðarnar. Við allavega gerðum það. Við fórum að heiman á aðfangadagsmorgun og brunuðum þá til mömmu, fengum okkur möndlugraut og svo var brunað um allan Borgarfjörð með pakka og kort. Um 6 leytið var svo gætt sér að góðum mat og svo voru pakkarnir opnaðir eftir það. Við fengum margar góðar gjafir, þökkum kærlega fyrir okkur. T.d þá fékk ég digitalupptökuvél, mig hefur lengi langað í eina svoleiðis. Gaman að geta tekið upp það sem Victoria er að brasa. Svo gaf ég Konráði eða við gáfum hvor öðru digital linsumyndavél, það hefur verið draumur okkar beggja og þegar Bt fór að auglýsa góðan pakka skelltum við okkur á hana, þess vegna eru svona margar myndir af Victoria á síðunni hennar. Það voru teknar svo margar að ég var í vandræðum með að velja hvað ég ætti að setja inn.

Victoria fékk einnig margar góðar gjafir. Við ákváðum þó fyrir jól að kaupa engin föt á hana og gefa henni bara hálsfesti með trú, von og kærleika á þvi við vorum alveg viss um að hún fengi fullt af fötum í jólagjöf en við hefðum betur átt að kaupa á hana, hún fékk einar buxur, kjól, náttföt og eina flíspeysu sem hún notar ekki fyrren eftir ár í fyrsta lagi en hún fékk alveg nóg af dóti, henni á sko ekki að leiðast.

'A Jóladag fórum við svo heim til ömmu og afa hans Konráðs, þar er alltaf jólaboð. Þar var borðaður góður matur og farið í einhverja leiki.

Annan í jólum vorum við svo bara heima hjá mömmu, fórum með Victoriu í fyrsta skiptið út á snjóþotu og það var svaka stuð.

27 Des fórum við svo heim til tengdó og þaðan svo heim. Það var nú voða gott að komast heim.

29 des fórum við svo í skírn í Bústaðakirkju og þar eru sko bestu og þægilegustu kirkjubekkir sem ég hef setið í. Þar var líka strákur sem var svo líkur honum Eyþóri og ég er hissa á að hann skuli ekki hafa komið og beðið mig um að hætta að stara á sig. Ég var alltaf að hugsa um hvort þetta væri virkilega hann, ég hef náttúrlega ekki hitt hann síðan við kláruðum grunnskólann. En ég spurði svo bara þau sem voru að skíra hvaða strákur þetta var og þá fékk ég að vita að þetta var ekki hann og þá hefði ég náttúrlega átt að hætta að stara en auðvitað gat Kolbrún það ekki Wink

31 des fórum við svo upp í Borgarfjörð til tengdó. Fengum góðan mat og vorum bara í rólegheitum í sveitinni. Það var náttúrlega leiðinlegt veður að það var ekkert skotið upp hjá okkur þessi áramót Frown

Stærstu fréttirnar um jólin voru þær að litla prinsessan mín er farin að LABBA Grin  Nú getur hún varla stoppað. Það er ekkert smá skrítið að sjá hana labba. Mér finnst enn einsog hún sé bara pínu lítil nýfædd og eigi ekki að geta gert þetta. En þetta er svo fljótt að líða.

Ég er enn að bíða eftir að fá að vita hvort ég sé að fara í skóla núna á vorönn. Mér finnst þetta voða lélegt hjá þeim. Ég hélt að þar sem það vantar svo mikið fólk í þetta starf að það yrði mikið gert til að ná því í skóla en það gera þeir allavega ekki í FG. ég vona nú að það fari að koma svar frá þeim, ef ég heyri ekkert í þeim þá er ég hætt að eltast við þau þar og reyni bara að fara eitthvað annað.....

Jæja ætla að fara að klára að gera mig til fyrir vinnuna. Það er bara lúxus á mér nefninlega, þarf ekki að mæta fyrren klukkan 11.

Þangað til næst..

Love you all Kissing 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla! Okkur langaði bara að þakka kærlega fyrir komuna í skírnina og fallegu gjöfina! Ekkert smá flottur kjóll :) Væri gaman að fá lykilorðið á síðuna hennar Victoriu Lindar ef við megum...

Kveðja,

Tinna, Árni og Anna Valgerður

Tinna (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 11:30

2 identicon

Gleðilegt nýtt ár:)

Helga Kristín (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband