Færsluflokkur: Bloggar
Vil bara byrja á að þakka fyrir að skrifa hvað ykkur finnst vara kostir mínir Þetta kom að góðum notum, er búin að skrifa góða ræðu um 3 kosti mína sem ég þarf svo að lesa upp í kvöld í skólanu.
Það er nóg að gera í skólanum, fullt af verkefnum og bara mjög gaman að vera komin aftur í skóla. Ég minnkaði við mig aðeins í vinnunni, er núna alltaf í fríi á miðvikudögum. Þetta eru ekki nema 5 tímar á viku sem ég minnkaði við mig, alveg þess virði svo ég geti nú reynta að standa mig vel í skólanum
HHHMMMM hvað er búið að vera að gerast hjá okkur...
Við skelltum okkur á Brodway með körfuboltadómurum Íslands um helgina, sáum George Michael (ekki viss með stafsetninguna ). Maturinn var æði, showið frábært og ballið mjög skemmtilegt. Samkaup var með árshátíð á sama tíma, þannig að ég sá nokkra Skagga,Blönduósinga, Borgnesinga og gamla skóla vinkonu úr Vma. Þetta var einnig í fyrsta skiptið sem við Konráð dönsuðum saman Þetta kvöld bara meiriháttar.
Á síðasta föstudagskvöld fór ég í 40 afmælisveislu hjá einni sem er að vinna með mér og þetta var svo partý í lagi.. Hún tók þetta með trompi. ÞAð voru mættir svona 30-40 manns, Ingibjörg var búin að semja nýjan texta við nokkur lög um hana sem vinnan mín söng svo fyrir hana. Það var bolla og matur í boði allt kvöld og afmælisbarnið sjálf dansaði og söng mikið. Svo klukkan 23:30 var mættur strætó fyrir utan hjá henni til að fara með alla á Players. Þetta var stór strætó og hún býr í botnlangagötu.... Einnig var hún búin að semja við þá á Players að við þyrftum bara að borga 1000 en ekki 1700 einsog kostaði inn. Ég fór nú bara heim þegar það var komið að því að fara á Players.
Victoria fékk að fara og vera hjá ömmu sinni um helgina. Henni fannst það voða gaman og á meðan tók ég því bara rólega. Ekkert að stressa mig á skólanum eða því sem þurfti að gera hérna heima.
Ætli ég láti þetta ekki bara duga í bili.
Love you all
Bloggar | 23.1.2008 | 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja þá er ég byrjuð í skóla eftir langa pásu og eitt af mínum fyrstu verkefnum er að skrifa um kosti mína, spurja fólk hvaða kosti því finnst ég hafa og af hverju þeir segja að þetta séu kostir mínir...
Þannig að ég ákvað að setja það hér inn ef það er einhver sem les þetta, byðja þá hann um að skrifa hvort þeim finnst ég hafa einhverja góða kosti og þá af hverju honum finnst það
Með fyrirfram þökk
Love you all
Bloggar | 11.1.2008 | 12:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég vil bara byrja á því að óska öllum gleðilegs nýs árs. Vona að allir hafi haft það gott yfir hátíðarnar. Við allavega gerðum það. Við fórum að heiman á aðfangadagsmorgun og brunuðum þá til mömmu, fengum okkur möndlugraut og svo var brunað um allan Borgarfjörð með pakka og kort. Um 6 leytið var svo gætt sér að góðum mat og svo voru pakkarnir opnaðir eftir það. Við fengum margar góðar gjafir, þökkum kærlega fyrir okkur. T.d þá fékk ég digitalupptökuvél, mig hefur lengi langað í eina svoleiðis. Gaman að geta tekið upp það sem Victoria er að brasa. Svo gaf ég Konráði eða við gáfum hvor öðru digital linsumyndavél, það hefur verið draumur okkar beggja og þegar Bt fór að auglýsa góðan pakka skelltum við okkur á hana, þess vegna eru svona margar myndir af Victoria á síðunni hennar. Það voru teknar svo margar að ég var í vandræðum með að velja hvað ég ætti að setja inn.
Victoria fékk einnig margar góðar gjafir. Við ákváðum þó fyrir jól að kaupa engin föt á hana og gefa henni bara hálsfesti með trú, von og kærleika á þvi við vorum alveg viss um að hún fengi fullt af fötum í jólagjöf en við hefðum betur átt að kaupa á hana, hún fékk einar buxur, kjól, náttföt og eina flíspeysu sem hún notar ekki fyrren eftir ár í fyrsta lagi en hún fékk alveg nóg af dóti, henni á sko ekki að leiðast.
'A Jóladag fórum við svo heim til ömmu og afa hans Konráðs, þar er alltaf jólaboð. Þar var borðaður góður matur og farið í einhverja leiki.
Annan í jólum vorum við svo bara heima hjá mömmu, fórum með Victoriu í fyrsta skiptið út á snjóþotu og það var svaka stuð.
27 Des fórum við svo heim til tengdó og þaðan svo heim. Það var nú voða gott að komast heim.
29 des fórum við svo í skírn í Bústaðakirkju og þar eru sko bestu og þægilegustu kirkjubekkir sem ég hef setið í. Þar var líka strákur sem var svo líkur honum Eyþóri og ég er hissa á að hann skuli ekki hafa komið og beðið mig um að hætta að stara á sig. Ég var alltaf að hugsa um hvort þetta væri virkilega hann, ég hef náttúrlega ekki hitt hann síðan við kláruðum grunnskólann. En ég spurði svo bara þau sem voru að skíra hvaða strákur þetta var og þá fékk ég að vita að þetta var ekki hann og þá hefði ég náttúrlega átt að hætta að stara en auðvitað gat Kolbrún það ekki
31 des fórum við svo upp í Borgarfjörð til tengdó. Fengum góðan mat og vorum bara í rólegheitum í sveitinni. Það var náttúrlega leiðinlegt veður að það var ekkert skotið upp hjá okkur þessi áramót
Stærstu fréttirnar um jólin voru þær að litla prinsessan mín er farin að LABBA Nú getur hún varla stoppað. Það er ekkert smá skrítið að sjá hana labba. Mér finnst enn einsog hún sé bara pínu lítil nýfædd og eigi ekki að geta gert þetta. En þetta er svo fljótt að líða.
Ég er enn að bíða eftir að fá að vita hvort ég sé að fara í skóla núna á vorönn. Mér finnst þetta voða lélegt hjá þeim. Ég hélt að þar sem það vantar svo mikið fólk í þetta starf að það yrði mikið gert til að ná því í skóla en það gera þeir allavega ekki í FG. ég vona nú að það fari að koma svar frá þeim, ef ég heyri ekkert í þeim þá er ég hætt að eltast við þau þar og reyni bara að fara eitthvað annað.....
Jæja ætla að fara að klára að gera mig til fyrir vinnuna. Það er bara lúxus á mér nefninlega, þarf ekki að mæta fyrren klukkan 11.
Þangað til næst..
Love you all
Bloggar | 2.1.2008 | 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég fór og hitti stelpurnar í gær. Elva og Rebekka komu til mín um eitt leytið og svo brunuðum við inn í Hafnarfjörð og tókum prinsessuna mína með. Við fórum í Jólaþorpið, það var voða gaman en ef ég á að segja alveg satt þá bjóst ég við því að þetta væri aðeins öðruvísi, eiginlega miklu stærra en þetta var engu að síður mjög skemmtilegt. Við brunuðum svo heim til mín um þrjúleytið með prinsessuna, hún ætlaði að vera hjá pabba sínum svo við gætum aðeins fengið að dúllast saman. Þá bættist María í hópinn, brunuðum við þá einn rúnt niður Laugarveginn, gaman að sjá öll jólaljósin og alla í góðum fíling fyrir jólin. Rebekka þurfti svo að fara heim um hálf sex Guðrún kom svo og borðaðið með okkur, tók sér smá pásu frá próflestrinum. Við fengum æðislegan mat á Ítalíu, settumst aðeins upp í Koníakstofunna þeirra og svo var bara rúntað aðeins meira um, skoðuð jólaljós og öll þessu nýju hús hérna út um allt. Og ekki má gleyma, ég sýndi þeim vinnuna mína
Það er nú ekki svo mikið annað merkilegt búið að vera að gerast hjá okkur, jólaundirbúningurinn er náttúrlega í fullu gangi. Við erum alltaf að bíða eftir því að Victoria farin nú að labba. Hún labbar um með bílinn sinn og finnst það mjög gaman. Æji þetta kemur allt saman þegar hún er tilbúin í það
Við ætlum að skreppa norður með mömmu í dag, bruna á Skagaströnd og til baka. Mamma ætlar að setja krossinn hjá pabba og ég er ekkert búin að fara í langan tíma og hef ekkert farið með Konráð þannig að við ákváðum bara að skella okkur með. Koma svo við á Hvammstanga, kíkja á Sólveigu og svo á Möggu og Axel Noa líka. Verður bara gaman
En þangað til næst, ef það verður ekki fyrir jól þá segi ég bara gleðileg jól
Love you all
Bloggar | 16.12.2007 | 05:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu fréttirnar eru að við erum komin á nýjan bíl. Fengum hann loksins á síðasta fimmtudag, bara viku of seint en hann er algjört æði. Fengum okkur Skoda Octaviu, 2008 model, sjálfskiptur og dísel bíll. Bara flottur og geggjað að keyra hann
Gullið mitt er búin að vera veik núna í 3 daga, hún er ekki með hita en hún er með niðurgang og svo ældi hún í nótt og í dag. Hún vill ekkert borða og lítið að drekka, mér finnst það ekki sniðugt, hef miklar áhyggjur að hún geti þornað upp. Er búin að ákveða að ef hún fer ekki að borða eitthvað á morgun þá er sko tími til að tala við lækni..
Ég var heima hjá henni í dag þannig að ég notaði tækifærið til að setja upp nokkur jólaljós og pakka inn jólagjöfunum sem við erum búin að kaupa. Ætla að reyna að komast í Ikea á morgun þegar Konráð er búinn að vinna til að kaupa nokkur fleiri jólaljós í viðbót Ég er orðin svo geggjað spennt, jólin verða komin áður en maður veit af. Fer um næstu helgi að gera laufabrauð með tengdó og helgina eftir ætla ég að hitta Skaggastelpurnar og svo bara helgina eftir eru komin jól
Við fórum í skírnarveislu hjá frænda hans Konráðs í gær og fékk litli prinsinn nafnið Kristján Páll Rósinkrans. Bara mjög flott nafn. Svo var haldið í smá afmælisboð hjá Selmu, hún á afmæli á morgun og þá verður gellan 14 ára.
Jæja ætli þetta sé ekki fínt í bili.
Love you all
Bloggar | 3.12.2007 | 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var búin að skrifa slatta þegar eitthvað gerðist í tölvudruslunni og allt strokaðist út
En í stuttu máli þá eru jólin að koma og ég komin í mikið jólastuð og get ekki beðið eftir jólunum.
Victoria var með hita um helgina en er orðin hress
Vinnan er alltaf jafn æðisleg.
Ég fór í ofnæmispróf og ég er bara ekki með ofnæmi fyrir NEINU. Hún sagði að þegar fólk fær matareitrun þá fær það oft svona köst. Það tekur það oft mánuði og jafnvel ár að lagast á ný ég hef ekki fengið svona slæm köst lengi en ég fæ stundum mikinn kláða en hún lét mig fá nokkrar sterkari töflur en ég var með og sprautu til að sprauta mig með ef ég fæ aftur eins slæmt og ég fékk þarna í okt. Sprautan virkar um leið og þar sem það var verið að lokast fyrir öndunarveginn hjá mér þá er mjög sniðugt að hafa hana. Ég þarf alltaf að vera með hana með mér og helst að kenna öllum sem eru í kringum mig hvernig eigi að nota hana ef skildi að ég væri bara búin að missa meðvitund er búin að kenna Konráð á hana en vona bara að við þurfum aldrei að nota hana.
Þetta er nú svona helsta sem hefur verið í gangi hjá okkur...
Love you all
Bloggar | 25.11.2007 | 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja þá er komið ár síðan litla dúllan mín fæddist. Alveg ótrúlega fljótt að líða. Það var haldin afmælisveisla fyrir fjölskylduna á laugardeginum og fékk hún margar góðar gjafir. Svo á sunnudeginum var haldin veisla fyrir vinina en það var ekki eins margir sem komust, það eru náttúrlega þessar leiðinlegu pestir í gangi en þetta var bara mjög fín helgi.
Ég fór og keypti þessa gömlu góðu skóna sem lang flest börn fara einhvern tímann í eða gerðu það allavega hérna áður fyrr. Ætla nú að vona að hún fari að labba fljótlega. Hún kann þetta en er bara svo hrædd. Við erum búnar að vera að æfa okkur núna og það eru komin 4 skref hjá henni og svo á hún auðveldara með að labba þegar það er bara haldið í aðra höndina á henni. Þetta kemur allt hjá henni þegar hún er tilbúin.
Íbúðin er bara öll að verða klár. Var að fara í gegnum dótið sem var sett inn til okkar og það á bara eftir að koma nokkru fyrir þar og fara svo með dót niður í geymslu og svo enn einu sinni að fara með rusl.
Ég er orðin rosalega löt við að blogga. Þannig að það koma kannski nokkrar línur bara annars lagið.
Love you all
Bloggar | 6.11.2007 | 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ætla nú ekki að skrifa mikið, rétt aðeins að segja hvað hefur verið að gerast hjá okkur.
Ég var heima í 3 daga eftir ofnæmiskastið+matareitrunina. Er búin að fá nokkur lítil ofnæmisköst síðan, búin að vera að prufa allan mat. Pantaði tíma í ofnæmispróf og fæekk næsta lausa tímann sem er 29 janúar.... Frekar langt þangað til en ég verð að láta mig hafa það. Ef ég held áfram að fá svona ætla ég bara til heimilislækni og reyna að láta hann koma mér í próf strax...
Vinnan er alltaf jafn skemmtileg ef ekki bara verður skemmtilegri og skemmtilegri. Er að lesa um þroska barna núna, við erum nefninlega með bók sem heitir heilsubók og þaðe r skráð í hana 2 x á ári þroska og getu hjá þeim. Mér finnst þetta mjög sniðugt og svo fá þau aað eiga bókina þegar þau hætta.... Ég er einmitt að vonast til að Victoria geti fengið að fara á þennan leikskóla, bæði útaf þessu og svo náttúrlega þekki ég skólann og þá sem vinna þar. Erum að fara saman út að borða í Perlunni næsta föstudag, það er Villibráðahlaðborð. ÞAð verður gaman. Við erum samt ekki komin með pössun en ég vona að við fáum einhverja. Langar svoldið að fara...
Við erum enn á fullu að koma okkur fyrir. Búin að hengja upp gardínur og myndir. Herbergið hennar Victoriu er að verða til, langar að gefa henni einhverjar hillur og svoleiðis inn í herbergi. En svo er okkar herbergi alveg eftir. Vonast nú til að við förum að geta klárað.
Skvísan mín er að verða 1 árs eftir viku. Alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Erum á fullu að ákveða hvað við eigum að bjóða fólki uppá í veislunni og svo reyna finna út hvar við eigum að koma þessu fólki fyrir. Við eigum bæði stóra fjölskyldu.
Jæja læt þetta duga í bili, þarf að fara að taka okkur til, erum að fara upp í Borgarfjörð í brúðkaupsafmæli hjá 0mmu og afa hans Konráðs.
Love you all
Bloggar | 27.10.2007 | 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja þá er þriðji dagurinn að ganga i garð sem ég er heima. Ég var að vonast í gær að komast í vinnuna í dag en það fór víst ekki alveg einsog ég vildi en nú er ég bara að vonast til að komast á morgun.
Það er nú lítið annað að frétta af mér, eina góða við þessi veikinid er að ég er búin að léttast enda frekar skrítið ef ég hefði ekki gert það þar sem líkaminn skilar öllu sem ég borða.
Jæja nenni ekki að skrifa meira og enda ekkert meira að frétta..
Love you all
Bloggar | 17.10.2007 | 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, það hlaut að koma að því að ég þyrfti að fara að komast inná sjúkrahús, það var komin dágóður tími síðan síðast. En sem sagt í gær var mér keyrt niður á slysó. Ég var að fara með Victoriu í afmæli hjá Lilju dóttir hennar Helgu vinkonu og á leiðinni klæjaði mig svo svakalega í lófann og ég var nú að vona að þetta væri ekki ofnæmiskast einsog þegar ég var ólétt. Þegar ég var komin til Helgu fór þetta að versna, þá var mér farið að klæja í ylina, í eyrunum og hársvörðinum og svo átti ég í erfiðleikum með að anda. Þá var mér nú ekki farið að lítast á þetta og mér var keyrt niður á slysó. Á leiðinni þangað var mér farið að líða einsog ég þyrfti að æla en náði nú að komast niður á slysó áður en það gerðist. En þá ældi ég líka öllu sem hægt var að æla og svo var það gallið næst...frekar ógeðslegt að æla þegar maður hefur ekkert til að æla. Það var tekin blóðprufa og þá kom í ljós að ég er með veirusýkingu í maganum og gæti verið einhver matareitrun en þau gátu ekki alveg sagt um það. Þau vissu ekki af hverju ég fékk þetta ofnæmi, hlýtur að vera eitthvað sem ég borðaði og svo var ég öll að þorna upp þannig að þegar ég stóð upp þá leið næstum yfir mig. ÞAnnig að ég þurfti að fara þarna þangað til það var búið að dæla í mig 3 pokum af saltvatni. Ég sem sagt lá þarna allan sunnudaginn.....voða gaman eða hitt þó heldur
Dagurinn í dag er svo bara búið að eyða mest allan tímann í rúminu. Er búin að vera svaka þreytt, máttlaus og það litla sem ég hef getað borðað fer bara beinust leið í gegn. Ég ákvað að vera heima líka á morgun og reyna að jafna mig alveg. Vona nú að ég verði orðin fín á morgun.
Íbúðin er að verða voða fín hjá okkur. Við keyptum okkur nýjan sófa. 3 sæta lazyboy og svo hægindastól líka lazyboy. Fórum með gamla bara uppí sorpu í góða hirðis gáminn og svo keyptum við okkur flott borðstofuborð og 6 stóla í stíl. Það er bara svaka lúxus á okkur
Victoria er farin að setjast og standa upp í rúminu sínu þannig að við færðum hana neðar svo hún mundi ekki steypa sér niður. Hún var sko ekki ánægð þegar hún átti að fara að sofa. Fyrri nóttina sofnaði hún með aðra löppina út á milli rimlanna og í kvöld sofnaði hún sitjandi. hún er svo fyndin þegar hún er svona ákveðin þetta litla grey...
Þetta er það helsta sem er að frétta af okkur...
Þangað til næst
Love you all
Bloggar | 15.10.2007 | 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)