Jæja, æeg var nú búin að gera mér síðu á blog.central.is eða það hélt ég allavega. Ég ætlaði að fara að skrifa meira þar inn en bara komst engan veginn inn á það sem ég hélt að ég hefði valið. Þannig að ég ákvað að prufa hérna, vona að ég komist inn hérna á morgun ef ekki þá held ég að ég gefist bara upp eda reyni að finna einhvern tölvu snilling til að hjálpa mér.
Jæja hvað er svo búið að vera gerast hjá mér.
Hmm ég fór í þrítugs afmæli á síðasta föstudagskvöld, mamma og Selma komu og pössuðu fyrir mig til ellefu en svo kom Bárður og passaði svo ég gæti fengið að vera lengur úti. Skemmti mér mjög vel og þurfti svo á þessu að halda. Þetta er i annað skiptið sem ég fer svona út eftir að hún fæddist.
Ég er búin að gera smá stétt fyrir framan hjá okkur, núna er ekki svona mikill sandur alltaf inni hjá okkur. Sem betur fer, þetta var orðið mjög þreytandi, alltaf að ryksuga.
Ég fór og keypti mér útisnúrur, setti þær upp í dag og hengdi svo út rúmfötin mín. Fór inn og eftir smá stund sá ég þær liggja á hliðinni. Núna verð ég að fara að finna eitthvað til aðþyngja steininn sem heldur þeim niður svo ég þurfi nú ekki alltaf að vera fara út og tosa þær upp...Ekki gaman!!
Victoria er orðin 6 mánaðar gömul. Fór með hana í skoðun á þriðjudaginnog allt var fínt. Svo gaf Linda læknir henni sprautu og þá varð skvísan þónokkuð fúl. Grét svo mikið að hún pissaði á mig og það leit út einsog ég hefði pissaði á mig. Hún fékk þriðju tönnina á sumardaginn fyrsta, hún er farin á fullt í göngugrindinni og farin að tæta í öllu. Situr ein á gólfinu og leikur sér og hún getur labbað ef hún heldur í hendunar á mér. Voða dugleg og ég voða montin með hana.
Núna erum við komnar að Fálkakletti 15 og verðum þar til 19 mai. Ég er búin í fæðingarorlofi og byrjuð að vinna fyrir Ástu og Andrés. 10 juni er stefnan svo að fara til Þýskalands og við verðum þar til að grunnskólinn fer að byrja. Mig hlakkar svo til að komast í hitann, fara á ströndina og geta verslað án þess að það sé rándýrt.
Mig langar að fara í skóla í haust. ég ætla að kynna mér hvernig þessi skóli sem er verið að byggja hérna verði. Kannski að maður reyni að fara í haust.
Kossar og knús
Athugasemdir
hæhæ skvís.... vildi bara kvitta fyrir mig og segja þér hvað er gaman að sjá að þú ert byrjuð að blogga aftur
Helga Kristín (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.