Fyrsti dagurinn búinn á Fálkakletti 15 !!

Vekjaraklukkann hringdi klukkan 7, aldrei þessu vant var Victoria enn sofandi. Það hlaut náttúrlega að gerast fyrst ég þurfti að vakna og koma krökkunum í skólann.
Þau voru svo vakinn og komið af stað í skólann. Þá vorum við mæðgurnar eftir tvær. Mamma fór í bakinum um daginn og ákvað þess vegna að koma til mín og fara í pottinn en þegar ég kíkti á hann þá vantaði þónokkuð vatn í pottinn og hann var bara rétt 36 gráður. Ég lét renna meira í hann og vonaði að hann yrði nú ekki lengi að hita sig. Við reyndum að vera þolinmóðar en hann var kominn niður í 33 gráður og virtist ekkert vera að hitna eitthvað á næstu mínútunum. Mamma gafst upp og skellti sér ofan í, settið nuddið á og reyndi að leiða hjá sér kuldann. Ég ákvað nú að sleppa því að fara með henni ofan í þar sem ég er að ná hel...kvefinum úr mér.Undecided

Um hádegi skellti ég bílstólnum hennar Victoriu í  Cadilacinn og við brunuðum niður i apótek og bónus. Algjörar gellur á svona fínum bíl. Verð að segja að það er yndislegt að keyra þennan bíl og hvað mig hefur saknað að keyra svona stóran bíl. Grin

Svo var skvísan sett út í vagn og ég var á fullu í að þvo þvott, alveg ótrúlegt hvað er mikill þvottur hérna. Silja kom heim með vinkonu sína og þessi vinkona hennar vildi bara vera að borða á klukkutíma fresti, ég var nú orðin verulega þreytt á þessu suði. Hún kvíslaði að Silju þegar þær sátu við hliðinni á mér og lét Silju spurja einsog það væri hún sem var að byðja um þetta. Ótrúlegt!!! það er sko eins gott að Victoria verði ekki svona.

Seinni partinn var potturinn svo loksins orðinn heitur þannig að ég ákvað að skella mér og leyfa Victoriu að koma líka og busla. Henni leið svo vel og skemmti sér súper vel. Oft sem ég vildi að ég væri með einn svona heima hjá okkur. Það gerist kannski þegar ég er orðin rík og komin í draumahúsið Grin

Svo var bara elduð kakósúpa handa liðinu, komið Victoriu í rúmið og þvegið meiri þvott. Alveg að verða búin Woundering
Victoria er sofandi, Silja líka, Robert kominn upp í rúm að horfa á spólu, Andri fór á diskó og ég sit bara í rólegheitum inn í stofu med tvið á og rita þennan pistil.  Ætla að fara að hafa bæði augun á tvinu. Hafið það gott um helgina. Smile

Love you all  Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband