Dagur 2

Það var nú ekki mikið gert í dag.Við komum okkur á fætur um 8 leytið, ég gafskvísunni að borða og svo klæddum við okkur.Ég átti nefninlega að hitta mömmu um tíú leytið til að fara að kjósa. Mamma er orðin svo slæm í bakinu, hún getur varla staðið upp þannig að ég fót ein til að kjósa. Þegar ég var komin upp í skóla komst ég að því að ég var ekki á réttum stað til að kjósa, fyrst ég á heima á Hvanneyri þá á ég að kjósa á Kleppjárnsreykjum en ég var nú ekki að nenna að fara að keyra þangað þannig að ég kaus ekki í dag Blush ég lofa að gera það næst Grin  Ég er búin að fa að heyra um það frá nokkrum hversu mikilvægt það er að kjósa og ég LOFA að ég geri það næst.

Í dag er nammidagur þannig að krakkarnir fengu að fara niður í Hyrnu og kaupa nammi.  Við fórum í bónus og keyptum góðan mat og ýmislegt til ad snarla í með söngvakeppninni.

Ég er búin að vera svo þreytt í dag, skil það bara ekki. Sofnaði á sófanum á meðan Victoria lagði sig og ég er gjörsamlega að leka hérna niður. Mig langar reyndar að skella mér í pottinn en þá er ég alveg viss að þá lek ég niður. Það er líka ekkert gaman að fara ein í pottinn, vantar svona sirka einn karlmann, nokkurkertaljós og góða flösku af víni. Kannski einhvern tímann seinna Wink

Núna um Hvítasunnu eru komin tíu ár síðan ég og mínir bekkjafélag fermdust. Eftir tvö ár eru tíú ár síðan við kláruðum Grunnskólann. Núna er einn bekkjafélaginn giftur, þrjú af okkur eru komin með krakka, ein er að fara að gifta sig í sumar. Aldrei hefði mér dottið það í hug þegar við vorum að kláraskólann. Tíminn er ótrúlega fljótur að líða. 'Adur en ég veit af þá er ég að verða amma Crying

Jæja ætli ég gefist ekki bara upp og fer upp í rúm.

Love you all Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband