ARG ARG ARG

Þessir krakkar hérna eru að gera mig brjálaða. Bara 2 dagar í viðbót og svo er ég farin heim.... Andra datt í hug að koma ekki heim um síðustu nótt og láta mig ekki vita.  Ég var nú alls ekki ánægð með það. Róbert var að brjóta eitthvað gler dót sem mamma hans á og Silja er ekkert að hlusta á mig, það er einsog ég sé bara að tala við vegg. Og henni datt í hug að fara að þrífa búrið hjá nagrísnum sínum á meðan ég lagði mig með Victoriu, það var allt út um allt og dýrið var búið að pissa á eldhúsdúkinn...ojojoj  ég var sko ekki ánægð. Ég nenni ekki einhverju rugli í hvert skipti sem foreldrar þeirra fara út. ég lenti í algjöru rugli með krakkana úti þegar foreldrarnir fóru í burtu. Jack spurði mig eitt kvöldið hvort hann mætti fá nokkra vini sína í heimsókn og mér fannst það allt í lagi en svo voru þetta um 20 til 30 krakkar og 2 bjórkútar. Algjört rugl og svo einu sinni hringdi Liz og bað mig um að koma og ná í sig og þá var löggan búin að stoppa þau því það sagði einhver löggunni að þau hefðu verið í partýi þar sem var verið að drekka og nota eiturlyf. Sem var náttúrlega ekki gott þar sem þau voru bara 14 ára. Voða heppin ég !!! Angry

Ég ákvað að halda Victoriu bara inni í dag og reyna að láta hana losna við kvefið. Hún fær enn smá hóstaköst en það er hætt að rennar svona úr nefinu. Þetta er kannski bara allt að koma. Hún er voða hrifin af Andra, það er eiginlega ekki hægt að gefa henni að borða þegar hann er nálægt, hún bara starir á hann og henni finnst líka voða gaman að leika við Silju og Róbert. Hún reynir oft að reyna að æsa þau upp, mjög fyndð að fylgjast með því. Hún var áðan í göngugrindinni og Silja sat í sófanum að horfa á Simpson, Victoria reyndi mikið að ná sambandi við hana, hló og skríkti mikið en Silja sat bara og starði bara á sjónvarpið en dúllan mín hætti ekki og svo loksins endaði þátturinn og Silja fór að leika við hana og þær hlógu og skríku mikið.

Jæja þá er Desperate housewives byrjað!!!

Love you all Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband