Ég hélt að þegar ég væri komin með neitið að þá yrði ég nú mjög dugleg að blogga en mér finnst ég nú bara vera mjög léleg við þetta. Ég á rosalega erfitt með að setjast fyrir framan tölvuna og pikka inn hvað hefur verið í gangi.
En svona er staðan í dag, Victoria er orðin hress sem betur fer og er búin að vera hjá dagmömmunni alla þessa vikuna. Hún er farin að sofa alla nóttina, 7-9-13..Vonum að það haldist. Ég er búin að þurfa vekja hana nokkrum sinnum á morgnanna. Það finnst mér frábært því það er ekkert verra en þegar barnið manns vill vakna klukkan 5 þegar maður á að fara að vinna klukkan 9. Mér finnst það eiginlega alltof snemmt til að vakna. En við allavega vonum að hún haldi þessu áfram.
Vinnan er enn alveg æðisleg, ég er alltaf að hugsa um það hvort ég eigi ekki bara að læra þetta. Mér finnst frekar skrítið að þegar ég horfi út um gluggan á deildinni minni þá horfi ég beint inn á lóðina hjá kvennafangelsinu, það er bara við hliðina á leikskólanum. Mér finnst það ekki alveg passa. Ég fór ekki í vinnuna í morgun, ég vaknaði í svitarbaði og gjörsamalega að drepast í hálsinu. Ég skellti mælinum í eyrað og viti menn ég var með hita, ekki háan en hann hefði hækkað ef ég hefði farið í vinnuna. Þannig að ég ákvað bara að vera heima og ná þessu úr mér, fór með Victoriu til dagmömmunar svo ég gæti bara verið hérna ein heima og legið upp í rúmi eða í sófanum. Uppúe hádegi var ég svo orðin hitalaus og ég er að vona að þetta sé bara búið. Við Victoira ætluðum nefnilega að fara til mömmu í dag og vera yfir helgina. Þegar ég var komin heim til dagmömmunar kom í ljós að lyftan var biluð og hún býr á 6 hæð þannig við þurftum að labba upp. Ég er ekki í góðu formi, var slöpp og þurfti að halda á Victoriu, þetta tók pínu á ef ég á að segja alveg einsog er....
Ég var að telja dagana þangað til að við fáum afhenta íbúðina í Æsufellinu og það eru bara 16 dagar....jey jey Þá fer að vera aðeins meira pláss í kringum okkur, þetta er bara alltof þröngt hérna.
Konráð er úti á Spáni núna, hann fór síðasta miðvikudagsmorgun og kemur ekki aftur fyrren aðfaranótt þriðjudags. Það er frekar skrítið að vera hérna án hans og frekar einmannalegt líka ef ég á að segja alveg einsog er.
Jæja þá er komið nóg í bili.
Love you all......
Athugasemdir
Hæ, Kolbrún mín :)
Ég les alltaf bloggið þitt. Skil þig samt vel með bloggletina :)
Æðislegt að Victoria sé hressari og sofi vel.
Þú ert eflaust í essinu þínu innan um þessi börn, væri mjög ánægð ef þú værir starfsmaður á leikskóla þar sem mín börn verða í framtíðinni =)
Og jeminn hvað ég skil þig með stigana! M&P eru uppi á 8. hæð og ég tek stundum upp á því að taka stigana (ath. STUNDUM) og það er rosalegt, eins og ég sé að springa! Ég þarf að vinna í þolinu í vetur, byggja það upp.
Þú manst svo að vera í bandi með flutningana og þið hinar stelpurnar: Endilega komiði og hjálpið okkur að flytja hana Kollu og co. í nýju íbúðina - við höfum gott af því að hjálpa til og gaman að hittast =)
En nú fer Konráð að koma heim svo það verður ekki eins tómlegt :)
Bið að heilsa ykkur sætu mæðgum! =)
Elva Mjöll Þórsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 14:48
Sæl og blessuð Kolla mín.
Ég er bara að rekast á bloggsíðu eftir bloggsíðu hjá gömlu bekkjarfélugunum þessa daganna :)
Og þá eru það engar smáfréttir frá öllum bæjardyrum.
Flutt í bæinn með Victoriu og með eiginmannsefni í handraðanum. Ótrúlegt hvað allir eru að meika það, 83 árgangurinn er án efa sá allra bezti sem skagaströnd ól af sér.
Ég mun njósna um þig hérna við og við, gaman að fá að fylgjast með :)
kv: Vignir Örn Hafþórsson
Vignir Örn Hafþórsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 00:07
Til hamingju með að fá kallinn heim aftur! ;)
María (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.