Ef þið vissuð bara hversu mikið mig hlakkar til að komast í stærri íbúð þó að það þýði að ég verði að flytja en þá væri ég til í að fara bara strax í dag og flytja allt ein þess vegna. Það verður svo ljíft að vera komin í stærri íbúð..
Stelpur ég var alveg búin að gleyma því að við erum að flytja 6 okt, skrítið að ég skildi gleyma því þar sem ég get ekki beðið þangað til. Þannig því miður kemst ég ekki þá en ykkur er öllum velkomið að koma og hjálpa okkur, taka "fylgihlutina" með og svo bjóðum við ykkur eitthvad gott að borða í kvöldmatnum.....
Alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, það er kominn mánuður síðan við fluttum í bæinn og mánuður síðan ég fór með Victoriu í fyrsta skiptið til dagmömmunar. Svo eru 3 vikur síðan ég byrjaði að vinna. Áður en við vitum af eru komin jól, sem er nú eiginlega bara frábært, mér hlakkar svo svaka mikið til jólanna. Að fara að skreyta og kaupa jólagjafirnar, vera með fjölskyldunni og borða góðann mat
Ég er á fullu í að lesa möppu um eldvarnir, ég er komin með það verkefni að kynna það fyrir krökkunum í leikskólanum, í hverjum mánuði tek ég 4 krakka með mér og við löbbum um allan skólann og athugum hvort það sé allt einsog það eigi að vera. Mig hlakkar voða mikið til að byrja á þessu. Vinnan er sem sagt enn bara voða skemmtileg.
Ég fór í ræktina í gær með Maríu og hún lét mig taka svaka mikið á lærunum og núna er ég með geggjað mikla strengi. Ég ætlaði að setjast á gólfið og skipta á Victoriu og ég var bara í vandræðum með það. En það er alltaf gaman að vera með strengi því þá veit maður að það var tekið vel á, það var verið að hreyfa sig
Love you all
Athugasemdir
Hæhæ til hamingju með íbúðina :-)
Gunnur (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.