Tölvur eru leiðinlegar

Ég var búin að skrifa slatta þegar eitthvað gerðist í tölvudruslunni og allt strokaðist út Devil

En í stuttu máli þá eru jólin að koma og ég komin í mikið jólastuð og get ekki beðið eftir jólunum.

Victoria var með hita um helgina en er orðin hress Smile

Vinnan er alltaf jafn æðisleg.

Ég fór í ofnæmispróf og ég er bara ekki með ofnæmi fyrir NEINU. Hún sagði að þegar fólk fær matareitrun þá fær það oft svona köst. Það tekur það oft mánuði og jafnvel ár að lagast á ný Frown ég hef ekki fengið svona slæm köst lengi en ég fæ stundum mikinn kláða en hún lét mig fá nokkrar sterkari töflur en ég var með og sprautu til að sprauta mig með ef ég fæ aftur eins slæmt og ég fékk þarna í okt. Sprautan virkar um leið og þar sem það var verið að lokast fyrir öndunarveginn hjá mér þá er mjög sniðugt að hafa hana. Ég þarf alltaf að vera með hana með mér og helst að kenna öllum sem eru í kringum mig hvernig eigi að nota hana ef skildi að ég væri bara búin að missa meðvitund FootinMouth er búin að kenna Konráð á hana en vona bara að við þurfum aldrei að nota hana.

Þetta er nú svona helsta sem hefur verið í gangi hjá okkur...

Love you all Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það er vonandi að þú þurfir ekki að nota lyfið, er þetta annars ekki adrenalín?

ég var að tala við Elvu og við erum að spá í að hittas 15.des, þá helgi, gera e-ð saman fyrir jólin, hverngi er staðan hjá þér þá?

Rebekka (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband