Prinsessan veik

Nýjustu fréttirnar eru að við erum komin á nýjan bíl. Fengum hann loksins á síðasta fimmtudag, bara viku of seint en hann er algjört æði. Fengum okkur Skoda Octaviu, 2008 model, sjálfskiptur og dísel bíll. Bara flottur og geggjað að keyra hann Grin

Gullið mitt er búin að vera veik núna í 3 daga, hún er ekki með hita en hún er með niðurgang og svo ældi hún í nótt og í dag. Hún vill ekkert borða og lítið að drekka, mér finnst það ekki sniðugt, hef miklar áhyggjur að hún geti þornað upp. Er búin að ákveða að ef hún fer ekki að borða eitthvað á morgun þá er sko tími til að tala við lækni..

Ég var heima hjá henni í dag þannig að ég notaði tækifærið til að setja upp nokkur jólaljós og pakka inn jólagjöfunum sem við erum búin að kaupa. Ætla að reyna að komast í Ikea á morgun þegar Konráð er búinn að vinna til að kaupa nokkur fleiri jólaljós í viðbót Blush  Ég er orðin svo geggjað spennt, jólin verða komin áður en maður veit af. Fer um næstu helgi að gera laufabrauð með tengdó og helgina eftir ætla ég að hitta Skaggastelpurnar og svo bara helgina eftir eru komin jól W00t

Við fórum í skírnarveislu hjá frænda hans Konráðs í gær og fékk litli prinsinn nafnið Kristján Páll Rósinkrans. Bara mjög flott nafn. Svo var haldið í smá afmælisboð hjá Selmu, hún á afmæli á morgun og þá verður gellan 14 ára.

Jæja ætli þetta sé ekki fínt í bili.

Love you all Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara gella á glænýjum bíl! það munar ekki um það :) gastu selt golf-inn?

hlakka til að hitta ykkur eftir eina og hálfa viku! það er ssvvvooooo mikið að gera hjá mér í skólanum, ég þoli ekki próf!!! arg.... langar svo að vera búin með þetta, þurfa ekki að hafa lærdóminn hangadi yfir mér 24-7

eníveis... vona að Victoría fari nú að drekka e-ð! hún er svo mikið krútt

Rebekka (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband