Ég fór og hitti stelpurnar í gær. Elva og Rebekka komu til mín um eitt leytið og svo brunuðum við inn í Hafnarfjörð og tókum prinsessuna mína með. Við fórum í Jólaþorpið, það var voða gaman en ef ég á að segja alveg satt þá bjóst ég við því að þetta væri aðeins öðruvísi, eiginlega miklu stærra en þetta var engu að síður mjög skemmtilegt. Við brunuðum svo heim til mín um þrjúleytið með prinsessuna, hún ætlaði að vera hjá pabba sínum svo við gætum aðeins fengið að dúllast saman. Þá bættist María í hópinn, brunuðum við þá einn rúnt niður Laugarveginn, gaman að sjá öll jólaljósin og alla í góðum fíling fyrir jólin. Rebekka þurfti svo að fara heim um hálf sex Guðrún kom svo og borðaðið með okkur, tók sér smá pásu frá próflestrinum. Við fengum æðislegan mat á Ítalíu, settumst aðeins upp í Koníakstofunna þeirra og svo var bara rúntað aðeins meira um, skoðuð jólaljós og öll þessu nýju hús hérna út um allt. Og ekki má gleyma, ég sýndi þeim vinnuna mína
Það er nú ekki svo mikið annað merkilegt búið að vera að gerast hjá okkur, jólaundirbúningurinn er náttúrlega í fullu gangi. Við erum alltaf að bíða eftir því að Victoria farin nú að labba. Hún labbar um með bílinn sinn og finnst það mjög gaman. Æji þetta kemur allt saman þegar hún er tilbúin í það
Við ætlum að skreppa norður með mömmu í dag, bruna á Skagaströnd og til baka. Mamma ætlar að setja krossinn hjá pabba og ég er ekkert búin að fara í langan tíma og hef ekkert farið með Konráð þannig að við ákváðum bara að skella okkur með. Koma svo við á Hvammstanga, kíkja á Sólveigu og svo á Möggu og Axel Noa líka. Verður bara gaman
En þangað til næst, ef það verður ekki fyrir jól þá segi ég bara gleðileg jól
Love you all
Athugasemdir
Hæ hæ kíki nú inn á síðuna þína á hverjum degi en nenni ekki að commenta, svo mikið vesen hehe út af staðfestingunni:) Gott að allt gengur vel hjá ykkur og skvísan farin að labba:)
Sjáumst sem fyrst...
Kveðja Helga
Helga Kristín (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.