Kostir mínir.....hhhhmmm

Jæja þá er ég byrjuð í skóla eftir langa pásu og eitt af mínum fyrstu verkefnum er að skrifa um kosti mína, spurja fólk hvaða kosti því finnst ég hafa og af hverju þeir segja að þetta séu kostir mínir...

Þannig að ég ákvað að setja það hér inn ef það er einhver sem les þetta, byðja þá hann um að skrifa hvort þeim finnst ég hafa einhverja góða kosti og þá af hverju honum finnst það Wink

Með fyrirfram þökk

Love you all Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú hefur sko fullt af góðum kostum;

-þú ert góð manneskja og villt engum illt

-þú dæmir fólk ekki fyrirfram, þú tekur öllum eins og þeir eru

-þú ert vinur vina þinna og þér er treystandi

-hress, skemmtileg og það er gaman að tala við þig

-þú ert góð mamma :)

-dugleg

-góður kokkur!

-þegar ég átti erfitt varstu dugleg að hafa samband við mig og gefa mér tækifæri á að spjalla

-þú ert dugleg að halda sambandi við stelpur sem þú hefur kynnst, eins og t.d. margar stelpur sem við vorum að vinna með í staðarskála sem ég hætti að hafa samband við þegar við hættum að vinna þar en þú ert ennþá að hitta þær, ég dáist að því.

það er sko fullt fullt meira sem hægt er að nefna! :)  

Rebekka (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 20:22

2 identicon

Úff!!

Þegar ég byrjaði að lesa þetta þá datt mér strax í hug FULLT af þínum kostum en svo ýtti ég á athugasemdirnar og Rebekka var bara búin að skrifa svo margt af því!! =D Auðvitað!!

Mér finnst þú þar að auki fyndin og heiðarleg, kemur hreint fram :) Þú ert líka mjög sterk og lætur ekki bugast þótt á móti blási.

Þú ert líka OFBOÐSLEGA dugleg! Svo ég tali nú ekki um tímann sem þú varst ein með Victoriu og stóðst þig eins og hetja!!! Ég man enn svo vel þegar við komum fyrst í heimsókn til þín og þú varst eins og fagmaður með þetta litla kríli! Ég veit varla hvað snýr upp og niður í þessum málum en þú ert fædd í þetta!

Þú ert frábær, Kolbrún!! :*

Elva Mjöll (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 23:17

3 identicon

sko, þar sem ég þekki þig voða lítið ennþá  þá dettur mér strax í hug tvennt:

þú ert MJÖG góður kokkur og frábær móðir  þetta var það sem ég sá strax við þig

Gunnur (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 21:26

4 identicon

Hæ pæj... það er nú ekkert erfitt að nefna kosti þína;)

1. þú ert ávallt glaðleg og hress

2. Þú ert ákveðin og það á góðan hátt, ef þú ætlar þér eitthvað þá gerir þú það, til dæmis að fara út og fara svo út með victoriu til hvað var það þýskaland, man ekki alveg.

3. þú ert vinur vina þinna, þarf ekki að segja meira um það.

4. Þú ert rosalega dugleg, hefur lent í ótrúlega mörgu og staðið þig eins og hetja;)

Svo finnst mér eiginlega allt sem stendur hér að ofan einnig vera kostir þínir....

Leiðinlegt að þið komist ekki á laugardaginn, hefði verið gaman;)

Helga Kristín (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband