Vil bara byrja á að þakka fyrir að skrifa hvað ykkur finnst vara kostir mínir Þetta kom að góðum notum, er búin að skrifa góða ræðu um 3 kosti mína sem ég þarf svo að lesa upp í kvöld í skólanu.
Það er nóg að gera í skólanum, fullt af verkefnum og bara mjög gaman að vera komin aftur í skóla. Ég minnkaði við mig aðeins í vinnunni, er núna alltaf í fríi á miðvikudögum. Þetta eru ekki nema 5 tímar á viku sem ég minnkaði við mig, alveg þess virði svo ég geti nú reynta að standa mig vel í skólanum
HHHMMMM hvað er búið að vera að gerast hjá okkur...
Við skelltum okkur á Brodway með körfuboltadómurum Íslands um helgina, sáum George Michael (ekki viss með stafsetninguna ). Maturinn var æði, showið frábært og ballið mjög skemmtilegt. Samkaup var með árshátíð á sama tíma, þannig að ég sá nokkra Skagga,Blönduósinga, Borgnesinga og gamla skóla vinkonu úr Vma. Þetta var einnig í fyrsta skiptið sem við Konráð dönsuðum saman Þetta kvöld bara meiriháttar.
Á síðasta föstudagskvöld fór ég í 40 afmælisveislu hjá einni sem er að vinna með mér og þetta var svo partý í lagi.. Hún tók þetta með trompi. ÞAð voru mættir svona 30-40 manns, Ingibjörg var búin að semja nýjan texta við nokkur lög um hana sem vinnan mín söng svo fyrir hana. Það var bolla og matur í boði allt kvöld og afmælisbarnið sjálf dansaði og söng mikið. Svo klukkan 23:30 var mættur strætó fyrir utan hjá henni til að fara með alla á Players. Þetta var stór strætó og hún býr í botnlangagötu.... Einnig var hún búin að semja við þá á Players að við þyrftum bara að borga 1000 en ekki 1700 einsog kostaði inn. Ég fór nú bara heim þegar það var komið að því að fara á Players.
Victoria fékk að fara og vera hjá ömmu sinni um helgina. Henni fannst það voða gaman og á meðan tók ég því bara rólega. Ekkert að stressa mig á skólanum eða því sem þurfti að gera hérna heima.
Ætli ég láti þetta ekki bara duga í bili.
Love you all
Athugasemdir
Kvitt kvitt!
Gaman að það var gaman á Broadway! Og í afmælinu! Bara endalaust djamm á þér?
Hlakka til þegar við höfum næsta hitting! Vonandi verður ekki mjög langt í hann!
Elva Mjöll (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.