Fenum íbúðina á þriðjudagskvöldinu en ekki á hádegi á mánudeginum einsog það átti að vera. Fólkið var ekki flutt út. Svo loksins þegar við fengum hana var hún svo ógeðslega drullug, þá tók við að þrífa og mála allt. Erum núna flutt og erum á fullu í að koma okkur fyrir.
Við fengum fullt af góðu fólki til að hjálpa okkur, sem við þökkum alveg rosalega vel fyrir . Við buðum svo vinkonum mínum og Kára og Gunni í mat á laugardeginum, það var borðað, djúsað pínu og sumir aðeins meira en aðrir svo var spilað Party & co, fengið sér ostasalat og kex og spjallað mikið. Þetta var voða gaman.
Er að fara á Húsó hitting næsta laugardag. Það var nú frekar lélega tekið í þetta en það verður stuð fyrir því.
Ég hef nú voða lítið annað að segja, er bara drulluþreytt. Læt þetta duga í bili.
Love you all
Bloggar | 9.10.2007 | 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef þið vissuð bara hversu mikið mig hlakkar til að komast í stærri íbúð þó að það þýði að ég verði að flytja en þá væri ég til í að fara bara strax í dag og flytja allt ein þess vegna. Það verður svo ljíft að vera komin í stærri íbúð..
Stelpur ég var alveg búin að gleyma því að við erum að flytja 6 okt, skrítið að ég skildi gleyma því þar sem ég get ekki beðið þangað til. Þannig því miður kemst ég ekki þá en ykkur er öllum velkomið að koma og hjálpa okkur, taka "fylgihlutina" með og svo bjóðum við ykkur eitthvad gott að borða í kvöldmatnum.....
Alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða, það er kominn mánuður síðan við fluttum í bæinn og mánuður síðan ég fór með Victoriu í fyrsta skiptið til dagmömmunar. Svo eru 3 vikur síðan ég byrjaði að vinna. Áður en við vitum af eru komin jól, sem er nú eiginlega bara frábært, mér hlakkar svo svaka mikið til jólanna. Að fara að skreyta og kaupa jólagjafirnar, vera með fjölskyldunni og borða góðann mat
Ég er á fullu í að lesa möppu um eldvarnir, ég er komin með það verkefni að kynna það fyrir krökkunum í leikskólanum, í hverjum mánuði tek ég 4 krakka með mér og við löbbum um allan skólann og athugum hvort það sé allt einsog það eigi að vera. Mig hlakkar voða mikið til að byrja á þessu. Vinnan er sem sagt enn bara voða skemmtileg.
Ég fór í ræktina í gær með Maríu og hún lét mig taka svaka mikið á lærunum og núna er ég með geggjað mikla strengi. Ég ætlaði að setjast á gólfið og skipta á Victoriu og ég var bara í vandræðum með það. En það er alltaf gaman að vera með strengi því þá veit maður að það var tekið vel á, það var verið að hreyfa sig
Love you all
Bloggar | 22.9.2007 | 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þá er Konráð loks kominn heim, hann var kominn hingað um half eitt í nótt. Alveg æðislegt að vera búin að fá hann aftur. Hann kom með fínar gjafir handa okkur mæðgum, Victoria fékk tvo flotta bangsa sem hún var mjög ánægð með og ég fékk rosa flott spænskt sjal, eyrnalokka og æðislegan hring og svo náttúrlega staupglas merkt Madrid. Er nefninlega að safna svoleiðis.
Ég held að þetta 7-9-13 hafi ekki virkað hjá mér með Victoriu, núna vill hún bara vakna klukkan hálf fimm. Ég er ekki tilbúin að vakna með henni þá. Þá er bara reynt að setja spiladósina á og vona að hún sofni aftur sem virkar alltaf en ekki alveg strax. Þetta verður vonandi allt betra þegar við erum flutt og hún komin í eigin herbergi aftur.
Victoria er núna orðin voða lítil í sér hjá Helgu dagmömmu, einsog hún hefði í raun átt að vera í byrjun. Í morgun vildi hún helst ekki fara til hennar en þegar henni var boðið að koma og fá sér að borða ákvað hún að hún væri til í að vera hjá henni. Þegar ég fór að ná í hana á föstudaginn þá heyrði ég í lyftunni einhvern vera að grenja og þegar ég var komin inn á ganginn hjá henni fannst mér ég eitthvað kannst við þennan grátur og auðvitad var það mín snúlla sem græt þarna alveg svaka mikið. Hún vill bara hafa Helgu alveg útaf fyrir sig sem er náttúrlega ekki að ganga þar sem það eru 3 önnur börn þarna. Þegar ég kom inn þá sat Helga með hana og annan strák og var bara að leyfa henni að frekjast, reyna að venja hana af þessu. Sem mér finnst alveg frábært þar sem hún virliklega þarf á þessu að halda.
Í gær var starfsmannadagur í vinnunni og það var voða gaman, góður matur og farið í göngutúr. Það var klappað mikið fyrir mér þegar ég sagðist vera að hugsa um að fara að læra þetta. Svo í dag talaði ég við yfirmann minn um þessa braut sem er i FB, hvernig hún væri og hvort hún héldi að ég gæti ekki farið eftir áramót. Hún ætlar að athuga það fyrir mig og sjá jafnvel hvort það væri möguleiki að koma mér inn núna en ég er ekki að gera mér miklar vonir um það en það væri náttúrlega mjög gott en þá er bara farið næst.
Jæja þá er skvísan komin til mín og er eitthvad fúl þannig að ég læt þetta duga í bili.
Stelpur hvaða dag er verið að hugsa um að hittast ???
Love you all
Bloggar | 18.9.2007 | 19:45 (breytt kl. 19:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hélt að þegar ég væri komin með neitið að þá yrði ég nú mjög dugleg að blogga en mér finnst ég nú bara vera mjög léleg við þetta. Ég á rosalega erfitt með að setjast fyrir framan tölvuna og pikka inn hvað hefur verið í gangi.
En svona er staðan í dag, Victoria er orðin hress sem betur fer og er búin að vera hjá dagmömmunni alla þessa vikuna. Hún er farin að sofa alla nóttina, 7-9-13..Vonum að það haldist. Ég er búin að þurfa vekja hana nokkrum sinnum á morgnanna. Það finnst mér frábært því það er ekkert verra en þegar barnið manns vill vakna klukkan 5 þegar maður á að fara að vinna klukkan 9. Mér finnst það eiginlega alltof snemmt til að vakna. En við allavega vonum að hún haldi þessu áfram.
Vinnan er enn alveg æðisleg, ég er alltaf að hugsa um það hvort ég eigi ekki bara að læra þetta. Mér finnst frekar skrítið að þegar ég horfi út um gluggan á deildinni minni þá horfi ég beint inn á lóðina hjá kvennafangelsinu, það er bara við hliðina á leikskólanum. Mér finnst það ekki alveg passa. Ég fór ekki í vinnuna í morgun, ég vaknaði í svitarbaði og gjörsamalega að drepast í hálsinu. Ég skellti mælinum í eyrað og viti menn ég var með hita, ekki háan en hann hefði hækkað ef ég hefði farið í vinnuna. Þannig að ég ákvað bara að vera heima og ná þessu úr mér, fór með Victoriu til dagmömmunar svo ég gæti bara verið hérna ein heima og legið upp í rúmi eða í sófanum. Uppúe hádegi var ég svo orðin hitalaus og ég er að vona að þetta sé bara búið. Við Victoira ætluðum nefnilega að fara til mömmu í dag og vera yfir helgina. Þegar ég var komin heim til dagmömmunar kom í ljós að lyftan var biluð og hún býr á 6 hæð þannig við þurftum að labba upp. Ég er ekki í góðu formi, var slöpp og þurfti að halda á Victoriu, þetta tók pínu á ef ég á að segja alveg einsog er....
Ég var að telja dagana þangað til að við fáum afhenta íbúðina í Æsufellinu og það eru bara 16 dagar....jey jey Þá fer að vera aðeins meira pláss í kringum okkur, þetta er bara alltof þröngt hérna.
Konráð er úti á Spáni núna, hann fór síðasta miðvikudagsmorgun og kemur ekki aftur fyrren aðfaranótt þriðjudags. Það er frekar skrítið að vera hérna án hans og frekar einmannalegt líka ef ég á að segja alveg einsog er.
Jæja þá er komið nóg í bili.
Love you all......
Bloggar | 14.9.2007 | 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þá er ég komin í helgarfrí eða það má eiginlega segha það. Ég átti nú reyndar að vera að fara að vinna á morgun en litla snúllan mín er búin að vera veik síðan á mánudagskvöldið. Hún er búin að vera með mikinn hita, nefrennsli og hósta. Svo er hún alveg rosalega lítil í sér og getur sofnað hvar sem er og sefur mikið. Hún er kominn á þann aldur þar sem erfitt er að fá hana til að sitja hjá manni og bara kúra, hún vill vera út um allt og skoða og tæta en þessa dagana liggur hún bara hjá okkur eða liggur ein í sófanum og horfir á Stóru stundina okkar. Það er búið að vera alveg rosalega erfitt að horfa á hana svona. Alltaf þegar hitinn lækkar og hún fer að verða svoldið lík sjálfri sér ríkur hitinn upp aftur. Við hringdum í lækninn í dag því mér var ekki alveg farið að lítast á þetta en hún segir að þetta sé bara pest, blanda af pest og tanntöku. Þannig að við erum bara að vona að litla skvísan okkar fari nú að ná sér. Konráð er búinn að vera heima hjá henni til að ég geti unnið þar sem ég er bara nýbyrjuð en ég ætla að vera heima með henni á morgun svo Konráð geti farið og unnið eitthvað líka.
Vinnan er bara æðisleg og ekkert annað. Það er mjög gaman að sitja og fylgjast með krökkunum. Þau eru öll svo ólík. Það eru þarna nokkur sem maður þarf að vera stanslaust að fylgjast með, þau eiga bara mjög erfitt með að gera ekki neitt af sér. Sérstaklega þegar þau eru nokkur saman, en ef þau eru í sitt hvoru lagi eru þau bara fin. Ein stelpa gerir ekkert annað en að klippa á sér hárið og á vinkonu sinni, þær eiga eftir að verða sköllóttar áður en það koma jól. Svo eru þarna tveir strákar sem bara tolla ekki í neinu, eru út um all, vilja alltaf koma og leika við hina krakkana þegar þau eru komin í fínan leik og skemma svo allt fyrir þeim. En svo er ég búin að eignast stóran hóp af góðum vinum. Ég er alltaf með yngstu krakkana í hvíldarstund og þau eru bara öll æðisleg, leiðinlegt að segja það en þau eru í uppáhaldi ásamt nokkrum öðrum. Svo á ég einni nokkra góða vini á deildinni við hliðina á minni. Ég fór í gær út í fyrsta skiptið með þeim og ég get nú bara sagt það að ég var gjörsamlega búin á því eftir það. Ég er náttúrlega ekki í góðu formi þannig að það var ekki að gera það betra. Konan sem var með mér úti var að hlæja að því að það væri stór hópur áeftir mér hvert sem ég færi. Það sæjist eiginlega bara bleikar og rauðar rákir hlaupandi á eftir mér. Starfsmennirnir eru líka alveg frábærir og það er alltaf verið að segja það við mig hvað þau eru rosalega ánægð með mig, einsog ég hafi bara ekki gert neitt annað nema að vinna á leikskóla. Alltaf gaman að heyra Það er starfsmannapartý næsta föstudag, það væri mjög gaman að fara en veit ekki hvort ég kemst, Konráð verður þá úti á Spáni.
Það er nú bara allt gott að frétta af okkur fyrir utan náttúrlega veikindin hennar Victoriu. Það styttist óðum í að við förum að flytja aftur. puff puff puff, ef þið vissuð bara hvað mér finnst leiðinlegt að flytja.
Jæja stelpur nú er ég flutt í bæinn...hvernig er það voru þið þá ekki að tala um að við gætum þá hist oftar...... endilega látið sjá ykkur einhvern tímann við tækifæri.
Love you all....
Bloggar | 6.9.2007 | 22:19 (breytt kl. 22:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag var svo fyrsti dagurinn, vaknaði voða spennt og hlakkaði mikið til að prufa þetta. Var mætt rétt fyrir 9 í morgun og byrjaði bara strax í þessu öllu. Það er mikið álag í gangi þarna núna, krakkarnir eru ennþá að koma aftur eftir sumarfrí og svo eru margir nýjir ap byrja á deildinni. Svo einnig vantar nokkuð af starfsfólkinu en þær segja að þetta breytist í næstu viku. Þetta var voða gaman, og ég var ekki lengi að eignast marga góða vini þarna, stundum hélt ég að ég kæmist ekki á klósettið allan daginn, það var alltaf einhver að koma og sitja hjá mér, byðja mig um að hjálpa sér eða bara you name it. Það er samt mjög gott, það er ekki gott að vera í þessu starfi ef krakkarnir vilja ekkert með mann hafa. Það voru margir sem vinna þarna sem spurpu mig hvort ég hefði einhvern tímann unnið á leikskóla áður.......uuuu nei, þá fannst þeim ég bara fara svo létt með þetta allt saman miðað við að þetta er fyrsti dagurinn. Ég hef bara alltaf átt auðvelt með að vinna með börnum og þetta er voða líkt því sem ég hef verið að gera fyrir utan það að það eru miklu fleiri börn en það er ekkert verra. Ef allt gengur svona vel þá hef ég mikið hugsað um að læra leikskólakennarann.......kemur í ljós
Allt gengur vel hjá Victoriu hjá dagmömmunni. Við fórum í dag í Hagkaup eftir að við vorum búin að ná í hana og allt í einu byrjar snúllan að hágráta og sko engan frekjugrátur, Konráð tók hana upp og reyndi að hugga hana en ekkert gekk þannig að það var bara drifið sig að velja pollaföt og stigvél og svo bara drifið sig heim og enn grét snúllan mín. Það lítur út einsog augntönn sé á leiðinni niður. Hún grét svo mikið og kipptist til af sársauka. Greyið mitt, ég hefði svo viljað getað tekið allan þennan sársauka frá henni. Það var ýmislegt prufað, sett bonjela á góminn, gefinn stíl, klaki settur i kaldan þvottapoka til að sjúga og svo það síðasta var frostpinni þá róaðist hún aðeins, þá gat hún líka bitið í hann sem var einmitt meiningin á bakvið klakann. En svo núna er hún sofandi upp í rúmi og ég vona nú að hún sofi í alla nótt og verði betri á morgun.
Við fórum á Norah Jones tónleika í gærkveldi, Konráð gaf mér miðann í afmælisgjöf. Fyrst fórum við út að borða á Red Chilli.. Æðislegur matur, mæli sko með honum og er líka alveg til í að fara þangað aftur. Svo var farið á tónleikana sem fóru fram í laugardalshöllinni. Þeir voru æðislegir.l Við vorum reyndar mjög þrett og á tímabili var ég í vandræðum með að halda augunum opnum en við náðum samt að halda það út allan tímann. Hún er frábær söngkona !!
Er farin að sjá bara stafina alla saman í klessu núna, er orðin svo þreytt..
Þangað til næst...
Love you all
Bloggar | 3.9.2007 | 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja núna er Victoria að verða búin í aðlöguninni. Það lengjast alltaf dagarnir hjá henni. Fyrst var ég með henni og þá vorum við í klukkutíma og svo fór hún ein i tvo tíma og í gær var hún frá 10 til 2 og svo í dag var hún frá tíu til þrjú og á morgun frá half tíu til fjögur. Það er búið að vera rosalega skrítið að vera heima og hafa hana ekki hjá sér. Og hugsa út í það að það er einhver annar að hugsa um hana.....uff uff uff aldrei datt mér í hug að þetta yrði svona erfitt en ég verð að venja mig á þetta, það er betra fyrir hana að kynnast öðrum krökkum og vera ekki svona mikið hjá mér og bara fyrir mig líka að komast aðeins út á meðal fólks. Er búin að vera heima í nærri því heilt ár. En það styttist nú í það að ég fari að vinna. Ég er með spennuhnút í maganum yfir því, bæði af því mig hlakkar til og kvíður pínu lítið fyrir sem er kannski bara eðlilegt þegar maður er að byrja í nýrri vinnu.
Við erum að fara á tónleika á sunnudagskvöldið og ætlum út að borða áður. Konráð gaf mér tónleikamiðann í afmælisgjöf. Erum að fara á Norah Jones, segja ykkur það fyrst ég er nú að babla um tónleikana. Það verður æðislegt að geta farið aðeins út bara við tvö. María ætlar að koma og vera með Victoriu. Leyfa henni aðeins að æfa sig
Ætla að láta þetta duga í bili og fara og gæða mér á köldu epli..
Love you all
Bloggar | 30.8.2007 | 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja það var flutt allt á laugardaginn, mjög skrítið að hugsa út í það að við búum ekki lengur á Hvanneyri.
Ég var búin að vera með stóran hnút í maganum í nokkra daga, var stressuð og mér kveið alveg rosalega mikið fyrir. Þetta eru stórar og miklar breytingar í gangi hjá okkur. Þetta hefði verið ekkert mál ef ég hefði ekki átt Victoriu. En fyrst hún elskar Konráð útaf lífinu og er á þessum aldri þegar betra er að breyta til þá var bara um að gera drífa sig í þessu. Svo náttúrleg er ég sjálf bara rosalega ánægð og hamingjusöm. Eftir allt þetta vesen með Abraham þá virkilega hélt ég að ég yrði bara alltaf óhamingjusöm og væri bara hreint og beint ógeðsleg en eftir að hafa hitt Konráð þá breyttist allt. Hann segir mér á hverjum degi hversu yndisleg ég er og ég held að það hafi bara hjálpað mér mikið til að rífa mig upp á rassgatinu og fara að hugsa um mig og lífið.
Við búum uppí Breiðholti, í lítilli íbúð sem Konráð á. Hann er nú samt eiginlega búinn að selja hana og festa aðra íbúð hérna upp í Breiðholti. Þónokkuð stærri en ekki svo miklu dýrari. Ef allt gengur vel, fær hann hana afhenta 1 okt og þá er bara að gera hana tilbúna fyrir okkur og flytja svo enn einu sinni en vonandi í síðastaskiptið í svona 3 til 4 ár.
Eitt það mesta sem mér kveið fyrir var að finna mér vinnu og dagmömmu handa Victoriu. Ég settist fyrir framan tölvuna einn morgun og starði nara á hana og vissi hreinlega ekki hvar ég ætti að byrja en svo að lokum ákvað ég að byrja á því að setja auglýsingu á Barnaland um dagmömmu. Sirka svona 2 tímum seinna var hringt í mig og það var dagmamma hér í Breiðholtinu. Við spjölluðum lengi og ákáðum að við kæmum að kíkja á hana sem við gerðum svo bara seinna þennan dag og Victoria var svo ánægð hjá henni að henni hefði verið sama ef við hefðum bara skilið hana eftir hjá henni þannig við ákáðum að fá að hafa Victoriu hjá henni. Þannig núna mátti strika eitt útaf listanum to do....
Þá var það vinna fyrir mig, þar sem ég hef mjög gaman af að vinna með börnum hugsaði ég að það væri alveg tilvalið að reyna að fá vinnu á leikskóla þar sem það vantar alveg fullt af fólki í vinnu. Ég settist aftur fyrir framan tölvuna og fór að senda umsóknir á fullt af leikskólum hérna í Breiðholtinu, hugsaði að það væri náttúrlega best þar sem við ætluðum að búa í Breiðholtinu og Victoria væri hjá dagmömmu þar. En ég fór til miðils um daginn og hún var að tala um að ég mundi fara að vinna í Kópavogi og að ég ætti að ganga á eftir því ef mig virkilega langaði til að vinna þar.
Frænka mín vinnur á Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi, Ég bjallaði í hana til að athuga hvort það vantaði ekki fólk í vinnu þar og auðvitað einsog á öllum öðrum leikskólum vantaði það. Daginn eftir ætlaði ég svo að hringja og sækja um en þá var frænka mín búin að tala við þær og hún seldi mig svona svakalega vel að þær vildu bara helst fá mig strax. Ég hringdi og spjallaði við þær og þær ætluðu að hringja og fámeðmæli með mér og ef þau væru góð og mér litist á staðinn þá væri ég ráðin. Ég kíkti í heimsókn til þeirra og leist bara mjög vel á staðinn og þáði bara vinnuna. Ég byrja á mánudaginn 3 sept. Til hamingju ég !!!
Núna var ekkert eftir nema að klára að pakka og flytja svo og náttúrlega að byrja með Victoriu í aðlögun. Fyrsti dagurinn hennar var i gær, við vorum í klukkutíma og hún skemmti sér bara mjög vel. Hún kom einu barni reyndar til að gráta, hún er svo mikil skessa og algjör frekja. Hún sá að strákurinn var með dót sem henni langaði í en hann var of langt frá sér til að hún gæti rifið það af honum þá var mín bara voða sniðug og tosaði í teppið sem hann sat á þangað til að hann var kominn nógu nálægt að hún gat tekið dótið frá honum og greyið strákurinn fór að hágráta... þsvona er snúllan mín.
jæja ætli það sé ekki kominn tími tiol að gefa henni að borða og gera okkur svo klárar til að fara til dagmömmunar...
Love you all...
Bloggar | 28.8.2007 | 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Konráð ákvað að fara að hjálpa pabba sínum og við mæðgur ákváðum að skella okkur með honum í sveitina. Enda skemmtir Victoria sér vel hérna, búin að fá að tala við kettling, var nú frekar harðhent við hann og svo eru tveir hundar hérna. Hún á eftir að vera góð þegar hún fer að labba. Þá eiga greyi dýrin eftir að finna fyrir henni. Birnu og Binna finnst bara mjög gaman að fá hana hingað, eða amma og afi einsog þau segja. Við ætlum að koma aftur á morgun ef þeim tekst ekki að klára þetta i dag en svo erum við líka að fara í afmælisveislu hjá Hjördísi og tvíburunum. Hjördís er að verða 5 ára og tvíburarnir urðu 2 ára 12 júlí.
Konráð er að selja íbúðina sína og búinn að finna aðra sem honum líst vel á eða okkur líst vel á og það er búið að gera tilboð í hana og núna er bara verið að bíða eftir svari. Við Victoria ætlum að prufa að flytja til RVK i vetur til hans. Þannig að ég verð að fara að hugsa um hvar ég eigi að vinna, dagmömmu handa Victoriu og sækja um á leikskóla handa henni. Það verður frekar skrítið að þurfa að fara frá henni. Það er búið að vera svo mikill lúxus að geta haft hana hjá mér i vinnunni. En það er svo sem gott að hún fari í pössun, hún er svo mikil mömmustelpa, þá get ég kannski farið á klósettið án þess að hafa hana grenjandi frammi.
Erum að spá í að fara í smá útilegu um Versló með Ollu systur hans Konráðs og fjölskyldu hennar. Við getum fengið fellihýsið hans afa lánað sem betur fer, ég er ekkert fyrir að sofa í tjaldi. En ef ekkert verður að því þá var María búin að tala við mig um að koma með henni og fullt af fólki í útilegu. Ekki viss um að ég færi til a gista en ég mundi allavega fara og kíkja á þau ef þau verða ekki langt i burtu.
Jæja læt þetta duga í bili.
Love you all
Bloggar | 28.7.2007 | 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja, dvölin varð aðeins styttri en hún átti að vera í Þýskalandi. Dúllan mín hún Victoria var ekki alveg sátt við þessar breytingar. Hún borðaði lítið enda bumban farin, svaf illa og var exrta mikil mömmustelpa sem ég hélt að væri ekki hægt. Konráð kom út til okkar daginn fyrir afmælið mitt, hefði ekki geta fengið betri afmælisgjöf og svo komum við saman heim á siðasta þriðjudag. Það var ýmislegt skoðað þarna úti, nenni nú ekki að telja þap allt upp. Þýskaland er mjög fallegt land.
Elva og Atli giftu sig á siðasta Laugardag og því miður var ég ekki komin heim fyrir það en ég fæ að sjá video, það er þá skárra en ekki neitt. Er búin að sjá myndir og Elva leit alveg rosalega vel út.
Jæja ég er ekki að nenna að skrifa meira, er búin að sitja við tölvuna i dágóðan tíma og senda email og ég held að ég sé bara komin med nóg.
Love you all
Bloggar | 13.7.2007 | 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)