Dagur 6 runninn upp

Jæja það hefur nú ekkert mikið gerst hjá okkur, bara alltaf það sama. Bara tekist á við þessa krakkabjána, reynt aðeins að aga þau ....svo er bara þrifið, eldað og allt það.

Fór í morgun með mömmu til konu sem var með henni í skólanum, hún var að spá fyrir mér. Talaði um langt ferðalag og í þessu langa ferðalagi yrði farið í mörg stutt ferðalög. Sem er rétt, þar sem við erum að fara til þýskalands i byrjun juni og munum mjög líklega fara í einhver ferðalög úti. Hún talaði um að ég væri að kynnast manni........ og að ég mundi fá peninga sem ég vissi ekkert af. Það leit bara allt mjög vel út. Það er svo gaman að fara og láta spá fyrir sér þó að þetta kannski rætist ekki. 

Fór með Victoriu til læknis i morgun, hún er med svo slæman hósta og það kurrar svo í henni þegar í henni þegar hún andar. Það er ekkert i lungunum hjá henni sem betur fer, bara slím sem er ad renna úr nefinu og niður. 'A bara að gefa henni nóg af saltvatni og hóstasaft. Vona nú að hún fari að skána, það er svo erfitt að hlusta á barnið sitt svona.

 Það styttist alltaf í að ég fari suður að hitta stelpurnar, ætlum að hittast hjá Elvu um tvöleytið og fara svo allar saman á einum bíl eitthvad niður í bæ og svo ætlum við eitthvað út að borða um kvöldið. Ætla líka að nota tækifærið til að versla einhverja afmælisgjöf handa mömmu, hún á afmali núna 24 mai.

Svo er Sibba að fara að gifta sig núna 22 og það verður haldin veisla 26 mai, er að reyna að ákveða hvort við ætlum að fara. Ætli við verðum ekki að fara svo það verði ekki tuðað í manni. Það ersvoldið um það í þessari fjölskyldu.

Mamma er enn að drepast í bakinu, hún er einsog gömul kona....hehehe Þá veit ég hvernig hún verður þegar hún verður gömul.

jæja ætla að hætta, þessi talva er eitthvað léleg.

Eigið góðan dag.... love you all


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband