Í sveitinni

Konráð ákvað að fara að hjálpa pabba sínum og við mæðgur ákváðum að skella okkur með honum í sveitina. Enda skemmtir Victoria sér vel hérna, búin að fá að tala við kettling, var nú frekar harðhent við hann og svo eru tveir hundar hérna. Hún á eftir að vera góð þegar hún fer að labba. Þá eiga greyi dýrin eftir að finna fyrir henni. Birnu og Binna finnst bara mjög gaman að fá hana hingað, eða amma og afi einsog þau segja. Við ætlum að koma aftur á morgun ef þeim tekst ekki að klára þetta i dag en svo erum við líka að fara í afmælisveislu hjá Hjördísi og tvíburunum. Hjördís er að verða 5 ára og tvíburarnir urðu 2 ára 12 júlí.

Konráð er að selja íbúðina sína og búinn að finna aðra sem honum líst vel á eða okkur líst vel á og það er búið að gera tilboð í hana og núna er bara verið að bíða eftir svari. Við Victoria ætlum að prufa að flytja til RVK i vetur til hans. Þannig að ég verð að fara að hugsa um hvar ég eigi að vinna, dagmömmu handa Victoriu og sækja um á leikskóla handa henni. Það verður frekar skrítið að þurfa að fara frá henni. Það er búið að vera svo mikill lúxus að geta haft hana hjá mér i vinnunni. En það er svo sem gott að hún fari í pössun, hún er svo mikil mömmustelpa, þá get ég kannski farið á klósettið án þess að hafa hana grenjandi frammi.

Erum að spá í að fara í smá útilegu um Versló með Ollu systur hans Konráðs og fjölskyldu hennar. Við getum fengið fellihýsið hans afa lánað sem betur fer, ég er ekkert fyrir að sofa í tjaldi. En ef ekkert verður að því þá var María búin að tala við mig um að koma með henni og fullt af fólki í útilegu. Ekki viss um að ég færi til a gista en ég mundi allavega fara og kíkja á þau ef þau verða ekki langt i burtu.

 

Jæja læt þetta duga í bili.

Love you all Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hellú :) það er sko gaman að lesa hvað þú hefur það gott, þú ert greinilega mjög hamingjusöm! yndislegt. annars er ekkert nýtt að frétta af mér, bara heima að læra. heyrusmt... Rebekka

Rebekka (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 14:13

2 identicon

Hæ hæ skvís.... það verður rosa gaman að fá ykkur í borgina, þá kanski hittumst við oftar:) En þú bjallar bara í mig á föstudaginn, ég er heima;)

kv. Helga

Helga Kristín (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband