Erum fluttar í stórborgina !!

Jæja það var flutt allt á laugardaginn, mjög skrítið að hugsa út í það að við búum ekki lengur á Hvanneyri.

Ég var búin að vera með stóran hnút í maganum í nokkra daga, var stressuð og mér kveið alveg rosalega mikið fyrir. Þetta eru stórar og miklar breytingar í gangi hjá okkur. Þetta hefði verið ekkert mál ef ég hefði ekki átt Victoriu. En fyrst hún elskar Konráð útaf lífinu og er á þessum aldri þegar betra er að breyta til þá var bara um að gera drífa sig í þessu. Svo náttúrleg er ég sjálf bara rosalega ánægð og hamingjusöm. Eftir allt þetta vesen með Abraham þá virkilega hélt ég að ég yrði bara alltaf óhamingjusöm og væri bara hreint og beint ógeðsleg en eftir að hafa hitt Konráð þá breyttist allt. Hann segir mér á hverjum degi hversu yndisleg ég er og ég held að það hafi bara hjálpað mér mikið til að rífa mig upp á rassgatinu og fara að hugsa um mig og lífið. Grin

Við búum uppí Breiðholti, í lítilli íbúð sem Konráð á. Hann er nú samt eiginlega búinn að selja hana og festa aðra íbúð hérna upp í Breiðholti. Þónokkuð stærri en ekki svo miklu dýrari. Ef allt gengur vel, fær hann hana afhenta 1 okt og þá er bara að gera hana tilbúna fyrir okkur og flytja svo enn einu sinni en vonandi í síðastaskiptið í svona 3 til 4 ár.

Eitt  það mesta sem mér kveið fyrir var að finna mér vinnu og dagmömmu handa Victoriu. Ég settist fyrir framan tölvuna einn morgun og starði nara á hana og vissi hreinlega ekki hvar ég ætti að byrja en svo að lokum ákvað ég að byrja á því að setja auglýsingu á Barnaland um dagmömmu. Sirka svona 2 tímum seinna var hringt í mig og það var dagmamma hér í Breiðholtinu. Við spjölluðum lengi  og ákáðum að við kæmum að kíkja á hana sem við gerðum svo bara seinna þennan dag og Victoria var svo ánægð hjá henni að henni hefði verið sama ef við hefðum bara skilið hana eftir hjá henni þannig við ákáðum að fá að hafa Victoriu hjá henni. Þannig núna mátti strika eitt útaf listanum to do....

Þá var það vinna fyrir mig, þar sem ég hef mjög gaman af að vinna með börnum hugsaði ég að það væri alveg tilvalið að reyna að fá vinnu á leikskóla þar sem það vantar alveg fullt af fólki í vinnu. Ég settist aftur fyrir framan tölvuna og fór að senda umsóknir á fullt af leikskólum hérna í Breiðholtinu, hugsaði að það væri náttúrlega best þar sem við ætluðum að búa í Breiðholtinu og Victoria væri hjá dagmömmu þar. En ég fór til miðils um daginn og hún var að tala um að ég mundi fara að vinna í Kópavogi og að ég ætti að ganga á eftir því ef mig virkilega langaði til að vinna þar.

Frænka mín vinnur á Heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi, Ég bjallaði í hana til að athuga hvort það vantaði ekki fólk í vinnu þar og auðvitað einsog á öllum öðrum leikskólum vantaði það. Daginn eftir ætlaði ég svo að hringja og sækja um en þá var frænka mín búin að tala við þær og hún seldi mig svona svakalega vel að þær vildu bara helst fá mig strax. Ég hringdi og spjallaði við þær og þær ætluðu að hringja og fámeðmæli með mér og ef þau væru góð og mér litist á staðinn þá væri ég ráðin. Ég kíkti í heimsókn til þeirra og leist bara mjög vel á staðinn og þáði bara vinnuna. Ég byrja á mánudaginn 3 sept. Til hamingju ég !!!  

Núna var ekkert eftir nema að klára að pakka og flytja svo og náttúrlega að byrja með Victoriu í aðlögun. Fyrsti dagurinn hennar var i gær, við vorum í klukkutíma og hún skemmti sér bara mjög vel. Hún kom einu barni reyndar til að gráta, hún er svo mikil skessa og algjör frekja. Hún sá að strákurinn var með dót sem henni langaði í en hann var of langt frá sér til að hún gæti rifið það af honum þá var mín bara voða sniðug og tosaði í teppið sem hann sat á þangað til að hann var kominn nógu nálægt að hún gat tekið dótið frá honum og greyið strákurinn fór að hágráta... þsvona er snúllan mín.

jæja ætli það sé ekki kominn tími tiol að gefa henni að borða og gera okkur svo klárar til að fara til dagmömmunar...

Love you all...Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært að allt gangi vel hjá ykkur. Vonandi verðið þið bara habbý og sæl á nýjum vetvangi  .

Kíkum á ykkur við fyrsta tækifæri
Kveðja úr sveitinni
Olla

Olla (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband