Einmannalegt án Victoriu !!

Jæja núna er Victoria að verða búin í aðlöguninni. Það lengjast alltaf dagarnir hjá henni. Fyrst var ég með henni og þá vorum við í klukkutíma og svo fór hún ein i tvo tíma og í gær var hún frá 10 til 2 og svo í dag var hún frá tíu til þrjú og á morgun frá half tíu til fjögur. Það er búið að vera rosalega skrítið að vera heima og hafa hana ekki hjá sér. Og hugsa út í það að það er einhver annar að hugsa um hana.....uff uff uff aldrei datt mér í hug að þetta yrði svona erfitt Frown  en ég verð að venja mig á þetta, það er betra fyrir hana að kynnast öðrum krökkum og vera ekki svona mikið hjá mér og bara fyrir mig líka að komast aðeins út á meðal fólks. Er búin að vera heima í nærri því heilt ár.  En það styttist nú í það að ég fari að vinna. Ég er með spennuhnút í maganum yfir því, bæði af því mig hlakkar til og kvíður pínu lítið fyrir sem er kannski bara eðlilegt þegar maður er að byrja í nýrri vinnu.

Við erum að fara á tónleika á sunnudagskvöldið og ætlum út að borða áður. Konráð gaf mér tónleikamiðann í afmælisgjöf. Erum að fara á Norah Jones, segja ykkur það fyrst ég er nú að babla um tónleikana. Það verður æðislegt að geta farið aðeins út bara við tvö. María ætlar að koma og vera með Victoriu. Leyfa henni aðeins að æfa sig Wink

Ætla að láta þetta duga í bili og fara og gæða mér á köldu epli..

Love you all Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ þetta venst.. en nú getum við farið að hittast oftar:)

Helga Kristín (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 23:27

2 identicon

hmmmm... æfa sig???

María (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband