Fyrsti dagurinn í vinnunni búinn !!!

Í dag var svo fyrsti dagurinn, vaknaði voða spennt og hlakkaði mikið til að prufa þetta. Var mætt rétt fyrir 9 í morgun og byrjaði bara strax í þessu öllu. Það er mikið álag í gangi þarna núna, krakkarnir eru ennþá að koma aftur eftir sumarfrí og svo eru margir nýjir ap byrja á deildinni. Svo einnig vantar nokkuð af starfsfólkinu en þær segja að þetta breytist í næstu viku. Þetta var voða gaman, og ég var ekki lengi að eignast marga góða vini þarna, stundum hélt ég að ég kæmist ekki á klósettið allan daginn, það var alltaf einhver að koma og sitja hjá mér, byðja mig um að hjálpa sér eða bara you name it. Það er samt mjög gott, það er ekki gott að vera í þessu starfi ef krakkarnir vilja ekkert með mann hafa. Það voru margir sem vinna þarna sem spurpu mig hvort ég hefði einhvern tímann unnið á leikskóla áður.......uuuu nei, þá fannst þeim ég bara fara svo létt með þetta allt saman miðað við að þetta er fyrsti dagurinn. Ég hef bara alltaf átt auðvelt með að vinna með börnum og þetta er voða líkt því sem ég hef verið að gera fyrir utan það að það eru miklu fleiri börn en það er ekkert verra. Ef allt gengur svona vel þá hef ég mikið hugsað um að læra leikskólakennarann.......kemur í ljós  Joyful

Allt gengur vel hjá Victoriu hjá dagmömmunni. Við fórum í dag í Hagkaup eftir að við vorum búin að ná í hana og allt í einu byrjar snúllan að hágráta og sko engan frekjugrátur, Konráð tók hana upp og reyndi að hugga hana en ekkert gekk þannig að það var bara drifið sig að velja pollaföt og stigvél og svo bara drifið sig heim og enn grét snúllan mín. Það lítur út einsog augntönn sé á leiðinni niður. Hún grét svo mikið og kipptist til af sársauka. Greyið mitt, ég hefði svo viljað getað tekið allan þennan sársauka frá henni. Það var ýmislegt prufað, sett bonjela á góminn, gefinn stíl, klaki settur i kaldan þvottapoka til að sjúga og svo það síðasta var frostpinni þá róaðist hún aðeins, þá gat hún líka bitið í hann sem var einmitt meiningin á bakvið klakann. En svo núna er hún sofandi upp í rúmi og ég vona nú að hún sofi í alla nótt og verði betri á morgun.

Við fórum á Norah Jones tónleika í gærkveldi, Konráð gaf mér miðann í afmælisgjöf. Fyrst fórum við út að borða á Red Chilli.. Æðislegur matur, mæli sko með honum og er líka alveg til í að fara þangað aftur. Svo var farið á tónleikana sem fóru fram í laugardalshöllinni. Þeir voru æðislegir.l Við vorum reyndar mjög þrett og á tímabili var ég í vandræðum með að halda augunum opnum en við náðum samt að halda það út allan tímann. Hún er frábær söngkona !!

Er farin að sjá bara stafina alla saman í klessu núna, er orðin svo þreytt..

Þangað til næst...

Love you all Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ!

Jeminn, ég bara missti af fullt af bloggum þarna! Þú ert orðin svo dugleg að blogga að ég sé að ég þarf að kíkja oftar hingað inn :)

Gangi ykkur rosalega vel með alla þessa aðlögun, litla fjölskylda! :* Sjáumst vonandi sem fyrst - hóum allar stelpurnar saman og gerum eitthvað!

Elva Mjöll Þórsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 17:33

2 identicon

en gaman að sjá hvað þú ert dugleg að blogga! alltaf gaman að lesa blogg. gott að allt gengur vel hjá ykkur, við þurfum nú að fara að hittast fyrst ljósanótt klikkaði! ég ætla að bjóða ykkur öllum í heimsókn þegar við erum flutt :)

Rebekka (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:59

3 identicon

Heyyyyy - ég setti komment inn fyrir löngu og þurfti að staðfesta á póstinum mínum og allt, en samt kom það ekki inn! :(

Maria M (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband