Fyrsta vikan búin í vinnunni !!!

Þá er ég komin í helgarfrí eða það má eiginlega segha það. Ég átti nú reyndar að vera að fara að vinna á morgun en litla snúllan mín er búin að vera veik síðan á mánudagskvöldið. Hún er búin að vera með mikinn hita, nefrennsli og hósta. Svo er hún alveg rosalega lítil í sér og getur sofnað hvar sem er og sefur mikið. Hún er kominn á þann aldur þar sem erfitt er að fá hana til að sitja hjá manni og bara kúra, hún vill vera út um allt og skoða og tæta en þessa dagana liggur hún bara hjá okkur eða liggur ein í sófanum og horfir á Stóru stundina okkar. Það er búið að vera alveg rosalega erfitt að horfa á hana svona. Alltaf þegar hitinn lækkar og hún fer að verða svoldið lík sjálfri sér ríkur hitinn upp aftur. Við hringdum í lækninn í dag því mér var ekki alveg farið að lítast á þetta en hún segir að þetta sé bara pest, blanda af pest og tanntöku. Þannig að við erum bara að vona að litla skvísan okkar fari nú að ná sér. Konráð er búinn að vera heima hjá henni til að ég geti unnið þar sem ég er bara nýbyrjuð en ég ætla að vera heima með henni á morgun svo Konráð geti farið og unnið eitthvað líka.

Vinnan er bara æðisleg og ekkert annað. Það er mjög gaman að sitja og fylgjast með krökkunum. Þau eru öll svo ólík. Það eru þarna nokkur sem maður þarf að vera stanslaust að fylgjast með, þau eiga bara mjög erfitt með að gera ekki neitt af sér. Sérstaklega þegar þau eru nokkur saman, en ef þau eru í sitt hvoru lagi eru þau bara fin. Ein stelpa gerir ekkert annað en að klippa á sér hárið og á vinkonu sinni, þær eiga eftir að verða sköllóttar áður en það koma jól. Svo eru þarna tveir strákar sem bara tolla ekki í neinu, eru út um all, vilja alltaf koma og leika við hina krakkana þegar þau eru komin í fínan leik og skemma svo allt fyrir þeim. En svo er ég búin að eignast stóran hóp af góðum vinum. Ég er alltaf með yngstu krakkana í hvíldarstund og þau eru bara öll æðisleg, leiðinlegt að segja það en þau eru í uppáhaldi ásamt nokkrum öðrum. Svo á ég einni nokkra góða vini á deildinni við hliðina á minni. Ég fór í gær út í fyrsta skiptið með þeim og ég get nú bara sagt það að ég var gjörsamlega búin á því eftir það. Ég er náttúrlega ekki í góðu formi þannig að það var ekki að gera það betra. Konan sem var með mér úti var að hlæja að því að það væri stór hópur áeftir mér hvert sem ég færi. Það sæjist eiginlega bara bleikar og rauðar rákir hlaupandi á eftir mér. Starfsmennirnir eru líka alveg frábærir og það er alltaf verið að segja það við mig hvað þau eru rosalega ánægð með mig, einsog ég hafi bara ekki gert neitt annað nema að vinna á leikskóla. Alltaf gaman að heyra Grin   Það er starfsmannapartý næsta föstudag, það væri mjög gaman að fara en veit ekki hvort ég kemst, Konráð verður þá úti á Spáni.

Það er nú bara allt gott að frétta af okkur fyrir utan náttúrlega veikindin hennar Victoriu. Það styttist óðum í að við förum að flytja aftur. puff puff puff, ef þið vissuð bara hvað mér finnst leiðinlegt að flytja.

Jæja stelpur nú er ég flutt í bæinn...hvernig er það voru þið þá ekki að tala  um að við gætum þá hist oftar...... Wink  endilega látið sjá ykkur einhvern tímann við tækifæri.

Love you all....Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal reyna að hjálpa ykkur að flytja - ef þið flytjið ekki þegar það er crazy að gera í skólanum! ;)  Og ég vona að ég verði í lagi á föstudaginn, þá get ég passað. 

Maria M (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband